Laugardaginn 16. janúar mun HSV í samstarfi við KFÍ bjóða upp á fyrirlestra með sálfræðingnum Hafrúnu Kristjánsdóttur. Fyrirlestrarnir verða tveir, annarsvegar klukkan 13.30 fyrir íþróttakrakka í 6. – 9. bekk grunnskóla og hinn verður kl. 15 fyrir iðkendur í 10. bekk og eldri. Fyrirlestrarnir verða haldnir í fyrirlestrastofunni á neðri hæð Menntaskólans á Ísafirði. Þjálfarar eru hvattir til að mæta og foreldrar eru velkomnir með sínum börnum.
Hafrún er með doktorspróf í sálfræði og hefur haldið fjölmarga fyrirlestra fyrir íþróttafólk þar sem hún fjallar m.a. um hugarþjálfun, einbeitingu, ofþjálfun, liðsheild, sjálfstraust, markmiðsetningu, hugarfar og streitu. Hún hefur einnig unnið mikið fyrir ÍSÍ og var meðal annars sálfræðingur íslenskra keppenda á ólympíuleikunum í London og einnig séð um sálræna fræðslu fyrir unga og framúrskarandi efnilega íþróttamenn sem eru á styrk hjá ÍSÍ. Ekki leikur vafi á að þekking Hafrúnar og fræðsla getur nýst okkar ungu og efnilegu íþróttamönnum.
Deila