Fréttir

Fyrri hálfleikur varð okkur að falli gegn Keflavík.

Körfubolti | 28.11.2010
Hugh að troða í umferð. Mynd H. Sveinbjörnsson
Hugh að troða í umferð. Mynd H. Sveinbjörnsson
1 af 4
Það verður að segjast strax og áður en sagt er frá gangi leiks kvöldsins að dómararnir voru alls ekki að standa sig, og ekkert meira um það að skrifa.

Fyrsti leikluti var jafn í byrjun og keiptust liðin á að skora. Staðan var 0-4, 4-8, 8-8, 15-15 en þá kom slæmur kafli hjá okkur og Keflvíkingar náðu að komast í 17-29. Við náður þó að komast inn í leikinn með góðri baráttu og staðan 25-30, en þá náðu drengirnir úr bítlabænum aftur góðu áhlupi og staðan 25-39. Liðin skiptust síðan á körfum og staðan þegar gengið var til leikhlés 32-46.

Í þriðja leikhluta komumst við inn í leikinn á ný með flottri baráttu og náðum að minnka muninn í 60-66, en við náðum ekki að komast lengra þar og staðan þegar komið var að fjórða og síðasta leikhluta var 60-69. 

Í þeim fjórða fór að halla á okkur og Keflavík komst í 66-84 og allt útlit fyrir burst, en strákarnir komu til baka og minnkuðu muninn í 10 stig 80-90 og tvær mínútur eftir af leiknum. Við tókum þá nokkra sénsa sem ekki gegnu eftir og töpuðum við leiknum 90-105.

Það er samt allt annað að sjá til drengjanna. Sjálfstraustið er að aukast og við eigum eftir að slípast betur saman sem lið. Við eigum eftir að sýna mátt okkar og megin. Og þeir fjölmörgu sem komu á leikinn eiga eftir að sjá brjálaða KFÍ leikmenn í næstu leikjum. Það er margt búið að gerast undanfarið og það tekur smá tíma að lagfæra það, en við lofum því að gera það hratt og örugglega og erum við ekkert smeyk við framhaldið. Innkoma Shirans Þórissonar er jákvæð og veruð gaman að sjá hvað hann og Gaui gera með liðið.

Stig KFÍ: Carl 21 (8 frk), Nebosja 18 stig (5 frk.), Hugh 15 stig (16 frk), Craig 14 stig (9 frak, 9 st. 3 st), Darco 10 (3 frk), Ari 5, Pance 5 og Daði Berg 2, en Daði var frábær í vörninni í kvöld.



Deila