Fréttir

Fyrsti heimaleikurinn: Vestri – Selfoss

Körfubolti | 17.10.2019
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt þjálfurum.
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt þjálfurum.

Vestri tekur á móti Selfossi í fyrsta heimaleik liðsins í vetur, föstudaginn 18. október kl. 19:15 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Tímabilið framundan er spennandi. Lið Vestra er skipað skemmtilegri blöndu af ungum og efnilegum heimamönnum ásamt reyndum leikmönnum.

Í tilefni fyrsta þessa fyrsta heimaleiks er öllum nemendum Menntaskólans á Ísafirði og háskólanemum boðið frítt á leikinn. Árskort á alla leiki Íslandsmótsins verða til sölu á leiknum en þau gilda á alla 12 heimaleiki liðsins og fylgir kaffi í kaupbæti. Vestra grillið verður á sínum stað og verður uppfærð útgáfa af Vestra-borgaranum kynnt til leiks. Grillmeistararnir kveikja upp um kl. 18:30.

Aðgangseyrir: 1.500 kr. alemnnt verð, 1.000 kr. fyrir eldri borgar og öryrkja. Frítt fyrir grunnskólanemendur. Árskort til sölu á 15.000 kr. og gilda sem fyrr segir á alla 12 heimaleiki liðsins á Íslandsmóti og fylgir kaffi með í kaupbæti.

Stjórn Körfuknattleiksdeildarinnar hvetur alla til að mæta og styðja við strákana.

Áfram Vestri!

Deila