Fréttir

Fyrsti leikur á nýju ári á Akureyri

Körfubolti | 07.01.2010
Craig er tilbúinn
Craig er tilbúinn
Jæja gott fólk þá byrjar fjörið aftur eftir langt frí. Fyrsti leikur á nýju ári er gegn Þór frá Akureyri annað kvöld og hefst leikurinn kl.19.15 og fer hann fram í Síðuskóla. Þórsarar hafa styrkst frá því við spiluðum gegn þeim fyrr í haust og eru þeir Óðinn Ásgeirsson og Hrafn Jóhannesson byrjaðir aftur sem er gaman fyrir körfuna.
Þetta eru góðir körfuboltamenn og verður alveg örugglega erfiður leikur framundan hjá okkar mönnum. Við munum koma með fréttir af leiknum eins fljótt og við getum, en bendum óþólinmóðum stuðningsmönnum KFÍ að hægt er að fylgjast með tölfræðinni frá leiknum jafnóðum og eitthvað er að gerast á þessum link hér þegar leikurinn hefst http://kki.is/widgets_home.asp Deila