Fréttir

Fyrsti leikurinn í Dominos deildinni á föstudag á Jakanum

Körfubolti | 08.10.2013

Þá er þetta að byrja. Fyrsti leikur okkar í Dominos deildinni er á föstudaginn 11.október og hefst kl.19.15. Gestir okkar að þessu sinni eru lið Njarðvíkur er þeim er spáð þriðja sæti í deildinni og er því um að ræða gríðarlega öflugt lið á ferð. Við erum "undirhundar" í spánni og er okkur spáð falli, en þess ber að geta að þetta er spá og það er alls ekki í plönum Bigga þjálfara eða leikmanna KFÍ að láta spána rætast..

 

Við viljum sjá fullt hús á föstudagskvöldið og hvertjum alla að koma með verkfæri til að gera læti og gleðja okkur og ykkur í leiðinni. Árskort KFÍ verða til sölu í andyrinu og auðvitað er ekkert eins gott að eiga það í vasanum. Við munum kyna fríðindi sem fylgja kortinu í þessari og næstu viku og það er pottþéttt að þetta kort verður búið að borga sig upp á mettíma.

 

Og að sjálfsögðu verðum við með Muurikka borgarana á sínum stað fyrir leik með meistara Steina þannig að gott er að skella sér á Jakann um 18.30 og taka kvöldið snemma með okkur

 

Áfram KFÍ

 

Uppfært 11. okt kl 11:10 - Njarðvíkingar eru lagðir af stað keyrandi vestur og dómararnir lentu á Þingeyri áðan þannig að veðrið stoppar ekki leikinn af í kvöld!

Deila