Fréttir

"Girl power" helgi í Reykjavík

Körfubolti | 12.11.2012
Brittany þjálfari hér með Lindu Marín, Þorsteinu Þöll, Heklu, Guðrúnu Ýr, Sögu og Örnu Leu
Brittany þjálfari hér með Lindu Marín, Þorsteinu Þöll, Heklu, Guðrúnu Ýr, Sögu og Örnu Leu

Um helgina fóru 8.flokkur stúlkna suður og tóku þátt í sínum riðli sem var svo bara einn leikur þar sem Valur dró sig úr á siðustu stundu og við erum sameinað lið KFÍ/Hörður Patró sem er flott mál.

 

Stelpurnar spiluðu því einungis einn leik gegn KR-B og unnu hann örgugglega, lokatölur 56-18.

 

Stúlknaflokkur sem er sameiginlegt lið KFÍ og Tindastól spilaði þrjá leiki. Sá fyrsti var gegn sterku liði KR/Snæfell þar sem við töpuðum sannfærandi. En næstu tveir leikir stúlknanna unnust og voru þeir gegn Breiðablik og Fjölni þannig að uppskera stúlkanna til fyrirmyndar þessa helgi.

Deila