Fréttir

Góð ferð hjá 8. flokki

Körfubolti | 03.12.2012
8. flokkur drengja ásamt Kristjáni þjálfara
8. flokkur drengja ásamt Kristjáni þjálfara

8. flokkur drengja hélt suður yfir heiðar um helgina og lék 2 leiki, uppskera ágæt, einn sigur gegn Aftureldingu en tap gegn Breiðabliki.

 

Þetta voru frestaðir leikir frá því um miðjan nóvember en þá komumst við ekki suður vegna veðurs.  Breiðablik útvegaði tíma fyrir leikina og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.  Ekki sakaði síðan að okkar gamli og góði félagi og þjálfari Borce Ilievski var á svæðinu og tók ekki annað í mál en að sjá um dómgæsluna.

 

Leikur #1

KFÍ-Breiðablik  21-45

Fyrsti leikur var gegn Breiðablik og voru heimamenn mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum og unnu öruggan sigur.  Við stóðum aðeins í Blikum fyrsta fjórðunginn, staðan eftir hann 11-6.  Svo tók við afar slæmur fjórðungur þar sem við skoruðum ekki stig og leikurinn nokkurn veginn farinn, staðan í hálfleik 18-6.  Sama þróun var síðan út leikinn, Blikar sterkari á flestum sviðum og leikur endaði eins og áður sagðir 21-45.

Stigin:

Pétur Tryggvi Pétursson 7, 1-1 í vítum

Lazar Dragojlovic 5, 1-1 í vítum

Hugi Hallgrímsson 4

Bergsteinn Bjarkason 2

Benedikt Hrafn Guðnason 2, 2-2 í vítum

Rúnar Guðmundsson 1, 2-1 í vítum

 

Vítanýting til fyrirmyndar, 6-5 í vítum, mjög gott.

 

Leikur #2

KFÍ-Afturelding 31-27

 

KFÍ piltar mæta mun ákveðnari til leiks, aðeins búnir að ná hrollinum úr sér.  Leikur jafn allan tímann, Afturelding 3 stigum yfir eftir fyrsta fjórðung.  Við vinnum annan fjórðung 13-4 og náum 6 stiga forystu, staðan í hálfleik 19-13.  

Þriðji fjórðungur var erfiðari en hann vinna andstæðingarnir 6-2 og því aðeins tveggja stiga munur fyrir lokafjórðunginn.  Lokafjórðungurinn var æsispennandi, jafnt á flestum tölum en við náum að kreista út sigur með góðri baráttu og liðsheild.

 

Stigin:

Lazar Dragojlovic 11, 2-0 í vítum

Pétur Tryggvi Pétursson 10, 2-0 í vítum

Haukur Rafn Jakobsson 6

Rúnar Guðmundsson 4.

 

Flottur leikur hjá strákunum og góður sigur.

 

Eftir leikina var síðan farið í Egilshöllina í BBB.  Borgara, bíó og bowling.  Fínir taktar sáust í keilu en þó ekki eins fínir og í körfunni.

 

Ágætir leikir hjá strákunum og greinilegar framfarir hjá þeim öllum.  Liðsheildin orðin mun sterkari og menn að leggja sig fram fyrir liðið.  Nú er að halda áfram að vera duglegir að æfa, æfinging skapar meistarann.

Deila