Fréttir

Góður sigur gegn Tindastóli en tap gegn Þór

Körfubolti | 24.11.2014
Hluti af æfingahóp kvennaliðsins á æfingu.
Hluti af æfingahóp kvennaliðsins á æfingu.

Kvennalið KFÍ lék tvo útileiki í 1. deildinni um helgina gegn liðum á norðurlandi. Stelpurnar byrjuðu á því að mæta Þór á Akureyri á laugardaginn en sennilega hefur ferðlagið norður setið í þeim því sá leikur tapaðist 61-46. Á sunnudaginn mættu þær svo Tindastól á Sauðárkróki og unnu stórsigur 46-71. Þetta er fyrsti sigur stelpnanna í deildinni og er hann sannarlega kærkominn. Það er því ljóst að stelpurnar eru í mikilli framför og hlökkum við til að sjá þær mæta FSU/Hrunamönnum þann 7. desember hér heima.

 

Þór - KFÍ 61-46

 

KFÍ stelpur áttu góða spretti í leiknum og var jafnræði með liðunum framan af. Í þriðja leikhluta lentu lykilleikmenn KFÍ í villuvandræðum. Labrenthia fór útaf með fimm villur í þriðja leikhluta og snemma í fjórða leikhluta fór Eva Margrét útaf.

 

Stigaskor: Eva Margrét 24 stig, Labrenthia 14 stig, Guðrún Edda 4 stig og Rósa 4 stig. Aðrar sem spiluðu en voru ekki með stig voru Linda Marín, Hekla, Hlín og Saga.

 

Tindastóll - KFÍ 46-71

 

Þetta var frábær leikur hjá stelpunum þar sem allt small saman. Þær spiluðu sem ein liðsheild og frábært að sjá hvað þær náðu vel saman. Í þessum leik voru allir leikmenn að gera góða hluti bæði í vörn og sókn sem skilaði sér í sætum sigri.

 

Stigaskor: Eva Margrét 29 stig, Labrenthia 23 stig, Guðrún Edda 9 stig, Saga 4 stig, Hlín 4 stig, Linda Marín 2 stig. Aðrir leikmenn sem spiluðu en náðu ekki að skora vour Hekla og Rósa.

 

Því miður eru upplýsingar um stigaskor og aðra tölfræði ekki tiltækar en við uppfærum þessa frétt um leið og þær berast.

Deila