Fréttir

Góður útisigur og stórleikur hjá Nebojsa

Körfubolti | 18.01.2015
Nebojsa Knezevic átti sannkallaðan stórleik og skoraði hvorki meira né minna en 43 stig
Nebojsa Knezevic átti sannkallaðan stórleik og skoraði hvorki meira né minna en 43 stig

KFÍ vanna annan leikinn í röð þegar strákarnir lögðu Breiðablik á útivelli í kvöld með 94 stigum gegn 81. Nebojsa Knezevic átti sannkallaðan stórleik og skoraði hvorki meira né minna en 43 stig auk þess að taka 5 fráköst, stela boltanum 5 sinnum og efa 3 stoðsendingar. Það gekk allt upp hjá Nebojsa í kvöld því hann var með 83% þriggja stiga nýtingu og 86% tveggja stiga nýtingu. Sannkallaður stórleikur hjá honum!

 

Pance átti einnig góðan leik og skoraði 20 stig, Björgvin setti 8 stig, Birgir Björn og Jóhann Jakob 6 stig hvor, Gunnlaugur 5 og Andri Már, Birgir þjálfari og Florian voru hver og einn með 2 stig.

 

Hjá heimamönnum skiptist stigaskorið nokkuð jafnt en stigahæstir voru þeir Egill Vignisson og Pálmi Geir Jónsson með 14 stig hvor.

 

Nánari upplýsingar um tölfræði leiksins má nálgast á vef KKÍ.

Deila