Fréttir

Gott að eiga góða að

Körfubolti | 17.09.2010
"Friðargarðurinn" hjá BB44
Eins og flestir vita er ekki auðvelt að halda úti íþróttum á landsbygðinni vegna mikil ferðakostnaðar. Þegar í ljós kom að við værum komnir í átta liða úrslit var strax tekinn ákvörðun að reyna vera i bænum fram á mánudag. þetta þýðir að margir þurftu að hendast á eitt til eð geta leyst málin. Menn er frá vinnu og skóla og einnig eru þjálfararnir í fullru vinnu fyrir vestan.En það er gott að eiga góða að. Vinnuveitendurnir sýndu þessu mikinn stuðning og eins voru þeir leikmenn sem eftir voru og stjórn fljótir að taka við þjálfuninni.

Við erum í góðu yfirlæti á gistiheimilinu BB44 í Kópavogi þar sem dekrað er við okkur og mælum við með því að fólk kynni sér gistimöguleikana hér. Einnig eru þau með bílaleigu og svo margt annað sem kemur sér vel fyrir þá sem þurfa að skreppa í bæinn. Við erum þakklát þeim sem og öðrum sem hafa aðstoðað okkur

Áfram KFÍ Deila