Fréttir

Gott gengi strákanna og stelpunýliðarnir stimpla sig rækilega inn

Körfubolti | 06.02.2016
8. flokkur drengja ásamt þjálfaranum Hákoni Ara Halldórssyni að loknu mótinu í Hertz-hellinum.
8. flokkur drengja ásamt þjálfaranum Hákoni Ara Halldórssyni að loknu mótinu í Hertz-hellinum.
1 af 2

Báðir 8. flokkar KFÍ (Vestra), stelpna og stráka, kepptu í Íslandsmóti um síðustu helgi en mótin fóru bæði fram í Reykjavík. Strákarnir sóttu ÍR heim í Hertz-hellinn en stelpurnar voru gestir Valsstúlkna á Hlíðarenda. Þær spiluðu aðeins á sunnudeginum og hófu leik snemma dags gegn b-liði Vals sem þær unnu auðveldlega 18-16. Leikurinn var aldrei í hættu þótt tölurnar tali öðru máli. Hinsvegar reyndist a-lið gestgjafanna öllu erfiðara og tapaðist sá leikur með miklum mun, 20-50. Segja má að stelpurnar hafi varla séð til sólar í þeim leik. Lokaleikurinn var gegn KR og voru stelpurnar staðráðnar í að gera betur þar. Þær buðu upp á hörkuleik þar sem leikgleðin var allsráðandi. Staðan var hnífjöfn í leikhléi 18-18 en eftir mikla baráttu og hörkuvörn KR stelpna tapaðist leikurinn með 8 stigum 34-42. Engu að síður var þetta frábær leikur sem var bæði skemmtilegur og spennandi.

 

Flott helgi er að baki hjá KFÍ stúlkum sem hafa tekið miklum framförum í vetur undir stjórn Nökkva Harðarsonar. Hafa ber í huga að liðið er nær alfarið skipað nýliðum, flestar stelpurnar stigu sín fyrstu skref á körfuboltavellinum í haust og verður því gaman að sjá þær halda áfram að bæta sig. 

 

Strákarnirí 8. flokki  voru ósigraðir eftir tvær umferðir mótsins og höfðu unnið sig upp úr D-riðli í B-riðil. Þar mættu þeir fyrst gestgjöfunum í ÍR, en einnig Breiðablik, Stjörnunni og Ármenningum sem voru að koma niður úr A-riðli. Okkar menn töpuðu fyrsta leiknum gegn ÍR með þremur stigum en gerðu sér lítið fyrir og sigruðu hina þrjá leikina nokkuð örugglega. Þeir voru því einungis þremur stigum frá því að komast upp í A-riðilinn í þessari fyrstu atrennu. Tvær umferðir eru enn eftir í 8. flokki og viðbúið að strákarnir mæti vaskir til leiks í næstu umferð í lok febrúar undir stjórn Hákons Ara Halldórssonar, þjálfara.

 

Fyrir áhugasama fylgir hér stigaskorið sem Hákon Ari tók saman úr leikjunum fjórum:

 

Laugardagur: Fyrsti leikur móts gegn stóru liði ÍR, fyrsta tap mótsins og fyrsta tap strákana í vetur, c'est la vie.

Lokatölur 36-33
Egill - 8
Hilmir - 12
Blessed - 2
Hugi - 11

 

Laugardagur: Annar leikur gegn Ármenningum, Ármann kemur úr A-riðli og er með sterkt lið.
Lokatölur 40-46 sigur.
Blessed -2
Egill - 9
Hilmir - 17
Friðrik - 8
Hugi - 10

 

Sunnudagur: Þriðji leikur móts gegn a-liði Stjörnunnar. 
Lokatölur 28-44 sigur.
Blessed - 4
Egill - 5
Hilmir - 24
Friðrik - 2
James - 3
Hugi - 6

 

Sunnudagur: Fjórði og síðasti leikur gegn Breiðablik.
Lokatölur 36-48 sigur.
Blessed - 2
Egill - 16
Hilmir - 15
Friðrik - 2
Hugi - 13

Deila