Fréttir

Gríðarlegur vinnusigur í spennandi leik hjá unglingaflokk karla

Körfubolti | 14.01.2012
Kristján Pétur var frábær í dag í vörn og sókn
Kristján Pétur var frábær í dag í vörn og sókn

Það er óhætt að segja að leikur unglingaflokks KFÍ gegn Snæfell/Skallagrím hafi boðið upp á spennu og var hægt að fá hjartatöflur við innganginn á Jakanum á lokamínutunum. Háspenna lífshætta alveg fram á síðustu sekúndu þegar Hlynur Hreinsson skoraði sigurstigin þegar 3 sekúndur voru eftir og kom okkur í fjögurra liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Lokatölur 91-89.

 

Bæði lið sýndu mikla baráttu og mega allir sem tóku þátt í dag hjá báðum liðum vera hreyknir af sínu framlagi og gat sigurinn dottið fyrir bæði lið en í dag voru okkar menn heppnari og munar um að setja 47% af þristum niður (26/12) á meðan S/S var með 27% nýtingu (9/33).

 

Fyrsti leikhluti fór í þreifingar og jafnt var framan af og staðan 20-19 og bæði lið að henda sér á alla lausa bolta. Áfram var sama vinnuaðferðin við lýði, en við aðeins á undan og leiddum í hálfleik 46-40.

 

Þriðji leikhuti var hins vegar eign S/S og náðu þeir góðu áhlaupi á okkur og unnu leikhlutann 25-17 og staðan fyrir þann síðasta 63-65 og allt á fullu beggja vegna vallarins því miður misstum við Sævar Vignisson út af með 5 villur, en hann var aðeins of ákafur í vörninni, en drengur kemur í drengs stað og sannaðist það með baráttu allra þeirra sem komu inn á hjá KFÍ.

 

Nú síðasti leikhutinn var ekki fyrir hjartaveika og sáust rosaleg tilþrif hjá báðum liðum og jafnt á flest öllum tölum nema þegar við komumst 8 stigum yfir, en drengirnir í S/S komu brjálaðir til baka og náðu að jafna á örskömmum tíma. Það var síðan eftir að Kristjan Pétur klikkaði á skoti og Hlynur Hreinsson náði frákastinu og setti það þremur sekúndum fyrir lok leiks, að við tókum leikinn með tveim stigum eins og áður kom fram, lokatölur 91-89 og góður sigur liðsheildarinnar í höfn.

 

Hjá KFÍ var Kristján Pétur frábær og endaði með 30 stig (6/12 í þriggja), 17 fráköst og 4 stola bolta. Alls ekki langt á eftir kom Hlynur Hreinsson með 18 stig (2/4 í þriggja), 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Leó kom með einn sinn besta leik og var með 16 stig (2/3 í þristum) 5 fráköst og 2 stolna, Óskar var þéttur og bætti 9 stigum, Sævar 8 ( (16 mínútum), Sigmundur 4 stig, Hermann Harðjaxl 3 stig og leiddi okkur í vörninni ásamt Guðna sem setti 2 stig og Jón Kristinn setti 1 stig.

Heildarfráköst: 42 þar af 8 í sókn. Vítanýting 43% (9/21), Tveggja stiga nýting 50% (46/23), þriggja stiga nýting 47% (26/12) Tapaðir 18.

 

Hjá Snæfell/Skallgrím var Sigurður Þórarins jafnbestur með 20 stig, 10 fráköst og 2 stolna. Næstur var Snjólfur Björnsson með 18 stig, Þorbergur 12 stig, Egill 11 stig, Birgir 9 stig, Davíð 9 stig, Elfar 5, Andrés 3 og Magnús 2 stig.

Heildarfráköst: 47 þar af 12 í sókn.  Vítanýting 69,2% (26/18), Tveggja stiga nýting 50% (44/22), þriggja stiga nýting 27,3% (9/33) Tapaðir boltar 16.

 

Það var ekki auðvelt að vera dómari í dag, en það hlutverk leystu þeir Ari Gylfason og Sigurður Hafþórsson mjög vel af hendi í mjög erfiðum og krefjandi leik og eins og áður hefur komið fram gat leikurinn dottið fyrir Snæfell/Skallagrím, en lukkudísirnar voru með okkur á mikilvægum augnablikum og því fór sem fór.

 

Bæði lið eiga að vera hreykinn af sínum drengjum.

Deila