Fréttir

Griðlaus!

Körfubolti | 02.05.2011
Ekki velkomnir?
Ekki velkomnir?
Enn einn ísbjörninn hefur verið felldur.  Það fer að verða fullreynt með komur ísbjarna til landsins.  Sumir stuðningsmanna KFÍ eru farnir að kalla eftir aðgerðum, þeim leiðist að sjá hræ blóðidrifins lukkudýrs félagsins í kvöldfréttunum. Segja þeir að annað hvort verði skapaðar viðunnandi aðstæður svo taka megi við þessum dýrum á mannúðlegan hátt, ellegar blasi við að félagið skipti um lukkudýr. Er svo komið að einhverjir þessara stuðningsmanna hafa tekið undir hugmyndir Besta flokksins í Reykjavík og urðu sumir jafnvel klökkir þegar þeir heyrðu af söfnunarátaki þeirra. 

Ekki eru svo mörg ár liðin síðan KFÍ mótmælti opinberlega ísbjarnardrapi, en mönnum brá ekki eins við þegar vigið var t.d. í hlíðum Tindastóls, en spyrja sig nú hvort bangsi sé hvergi óhulltur lengur?  Þetta síðasta ísbjarnarvíg er sem sagt litið jafnvel enn alvarlegri augum en þau hin fyrri, einkum sökum þess að nú var dýrið fellt nánast í bakgarði félagsins!

Rétt er þó að taka það fram að þetta ísbjarnarvíg setur ekki áætlanir KFÍ um körfuboltabúðir 2011 í uppnám og viljum við fullvissa þá fjölmörgu sem hingað ætla að leggja leið sína í byrjun júni um að allt verður þá með felldu. Það er þó alveg ljóst að ekki verður pantaður hingað leikari til þess að fara í lukkudýrsbúninginn á þessari hátið barnanna, það þykir bara ekki óhætt.

Kannski er eðlilegt að félagið geri heimskautarefinn að nýju lukkudýri?  Hann er að minnsta kosti friðaðir í griðlandi sínu hér í nágrenninu. Deila