Fréttir

Grindvíkingar einu númeri of stórir í kvöld

Körfubolti | 23.10.2011
Ari var besti maður vallarins í kvöld. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Ari var besti maður vallarins í kvöld. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
1 af 5

Við mættum grimmir til leiks og tilbúnir í slaginn við eitt af bestu liðum landsins og á köflum sýndum við bjarnarhramminn, en því miður voru Grindvíkingar of stór biti fyrir okkur að þessu sinni, en við grátum ekki Björn bónda lengur en það tekur að fara í góða sturtu, stígum upp og gerum betur næst.

 

Leikurinn byrjaði með því að Grindvíkingar sýndu að það má ekki gefa þeim neitt og refsuðu þeir illilega og eftir fyrsta leikhluta var staðan orðinn, 13-24,. Í öðrum leikhluta tókum við slaginn með þeim og varð leikurinn jafnari fyrir vikið. Á þessum kafla sýndum við mikla baráttu og staðan í hálfleik. 33-46.

 

Í byrjun seinni hálfleik áttum við mjög góðan kafla þar sem menn hentu sér á alla lausa bolta tókum 8-2 sprett og komum við stöðunni í 41-48 og fólkið á Jakanum farið að hressast. En Adam var ekki lengi á Jakanum og fljótlega vöknuðu piltarnir hans Helga Jónasar og breyttu stöðunni aftur í 43-60 og í lok þriðja var staðan orðinn  49-77 og fátt um fína drætti.

 

Í síðasta hlutanum tókum stigum við aftur í hringinn og héldum okkar og betur skorðum á þá 26 stig gegn 23 stigum og leik lauk 75-100. 

 

Það er margt hægt að taka út og gagnrýna, en við látum það í friði. Strákarnir vita alveg hvað fór úrskeiðis og bæta úr því, svo mikið er víst. En við viljum samt benda á að skotnýting okkar í þriggja stiga landinu var víðs fjarri því sem við eigum að venjast og var Kristján Pétur sá eini sem var í landhelgi, en það er vitað mál að þetta vopn er okkar styrkur og munu byssurnar ekki þagna í bráð.

 

Að mati fréttamanna kfi.is var Ari Gylfason maður KFÍ í kvöld og reyndar maður leiksins. En barátta drengjanna í KFÍ var til staðar og er það akkur okkar, þeir leggja sig altaf fram og gefast ekki upp. Chris var góður á meðan við nutum hans krafta og varð hann að vinna mikið fyrir sínu í kvöld. Hann blokkaði Bullard aka "Bulldog" illa tvisvar og náði 12 stigum og 7 fráköst á rúmum tuttugu mínútum. Kristjá Pétur og Siggi Haff voru traustir, en mega alveg ráðast meira á körfuna. Þeir hafa máttinn til þess. Jón Hrafn kom til leiks hálfmeiddur en barðist sem ísbjörn og átti einnig tvö góð varinn skot. Craig átti dapran dag og hafði sig ekki mikið frammi og munar um minna. Og ungu strákarnir eru enn að komast í gang, en reynslan sem þeir fá er ómetanleg í svona leikjum og þeir eiga eftir að blómstra.

 

Hjá Grindavík var Watson virkilega traustur og stjórnaði leik sinna manna vel. Það er þó erfitt að taka einhvern út þar, en átta af leikmönnum Grindavíkur skoruðu 9 stig eða meira í kvöld sem er traust framlag af þeirra hálfu. Helgi Jónas hefur úr miklu að moða af bekk sínum og gerir það vel. Við gefum þó Birni Brynjólfssyni "high five" dagsins fyrir hans framlag. Hann var með hundrað prósent nýtingu úr skotum sínum og svona á að nota mínúturnar sem gefnar eru.

 

Við þökkum fyrir okkur í kvöld. Næsti leikur KFÍ er á föstudagsköldið n.k. hér heima á Jakanum gegn toppliði ÍA og verður gaman að takast á við þá kátu pilta úr kútternum Haraldi.

 

Tölfræði leiksins.

Deila