Fréttir

Gunnlaugur tekur slaginn í vetur

Körfubolti | 25.09.2020
Gulli tekur slaginn í vetur með Vestra.
Gulli tekur slaginn í vetur með Vestra.

Framherjinn Gunnlaugur Gunnlaugsson tekur slaginn í vetur með Vestra. Gulla þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum Vestra enda uppalinn innan raða KFÍ og á að baki yfir 130 deildarleiki fyrir Vestra og KFÍ. Síðastliðið tímabil tók hann sér frí frá æfingum og keppni en hefur æft af krafti með liðinu allt undirbúningstímabilið. Gulli kemur með mikla reynslu inn í liðið og er auk þess þekktur fyrir baráttu og ósérhlýfni inn á vellinum. Hann hefur undanfarin ár einnig þjálfað yngri flokka og sinnt því starfi af metnaði og alúð.

Við bjóðum Gulla velkominn á parketið á nýjan leik og hlökkum til samstarfsins í vetur.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra.

Deila