Liðið hans Lalla frá Hveragerði er á leið til okkar til að leika gegn okkur síðasta leikinn í Lengjubikarnum sunnudagskvöldið 22.september. Við eigum möguleika á að komast áfram í þessari skemmtilegu keppni með því að sigra þennan leik og eru því allir kallaðir á svellið. Fyrri leikur okkar gegn þeim vannst en þessir strákar úr Hamri eru í þessu til að sigra leiki og koma ekki hingað í þeim eina tilgangi að láta taka myndir af sér. Það er því nauðsynlegt að alli mæti tilbúnir til verks, leikmenn sem og stuðningsmenn/konur.
Leikurinn hefst kl.19.15 og fyrir þá sem ekki komast þá er KFÍ-TV að sjálfsögðu í vinnu og byrjar útsending þeirra kl.18.50 og er hægt að sjá leikinn HÉR
Áfram KFÍ
Deila