Vestri mætir Hamri í 1. deild karla hér heima á Jakanum á morgun, föstudaginn 3. nóvember kl. 19:15.
Aðgangseyrir 1.000 kr. og hamborgarar á grillinu fyrir leik. Þetta er síðasti heimaleikurinn í bili því næsti leikur á Jakanum fer ekki fram fyrr en 1. desember.
Hamarsmenn eru öflugir og voru nálægt því að tryggja sér sæti í úrvalsdeild á síðasta tímabili. Okkar menn eru ósigraðir á heimavelli og ætla að halda því þannig. Hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á strákunum. Það hefur verið góð stemmning á leikjum hingað til og við treystum á fólk fjölmenni á föstudaginn.
Áfram Vestri!
Deila