Fréttir

Hamraborgarmótið fyrir 1.-6. bekk

Körfubolti | 27.01.2019
Hamraborgarmótið fer fram á morgun, mánudag og er ætlað öllum kátum krökkum í 1.-6.bekk.
Hamraborgarmótið fer fram á morgun, mánudag og er ætlað öllum kátum krökkum í 1.-6.bekk.

Á morgun, mánudag, verður hið stórskemmtilega Hamraborgarmót haldið á Torfnesi. Mótið fer nú fram í þriðja sinn en það er samstarfsverkefni meistaraflokks Kkd. Vestra og Hamraborgar og ætlað öllum áhugasömum krökkum í 1.-6. bekk.

Mótið hefst kl. 17 þegar yngstu iðkendurnir í 1.-2. bekk ríða á vaðið. Þeir spila til kl. 18 en þá taka krakkar í 3.-6. bekk við og áætlað er að þeir ljúki keppni um 19:30. Ekkert mótsgjald er innheimt en allir fá pizzur frá Hamraborg að keppni lokinni.

Við hvetjum alla áhugasama á þessum aldri til að kíkja við á Torfnesi á morgun og spreyta sig í skemmtilegu móti sem er jafnframt góð upphitun fyrir Nettómótið fræga sem fram fer fyrstu helgina í mars. Það er stærsta mót sinnar tegundar á landinu ætlað 1.-5. bekk. Að venju stefnir Vestri að því að fara með stóran hóp keppenda til móts og er undirbúningur þeirrar ferðar að hefjast.

Deila