Fréttir

Hannes S. Jónsson formaður KKÍ kom í æfingabúðirnar

Körfubolti | 10.06.2012
Hannes var í sínu besta formi
Hannes var í sínu besta formi

Við fyrir Vestan fengum heldur betur góða heimsókn í æfingabúðirnar þegar Hannes S. Jónsson formaður KKÍ kom hingað til að kynna sér aðstæður og heilsa upp á krakkana, foreldrana þjálfarana og umsjónarmenn æfingabúða KFÍ. Við á kfi.is tókum hann tali og settum nokkrar spurningar fyrir hann og hér er afraksturinn.

 

Nú ert þú kominn hingað Vestur til okkar, er alltaf gaman að koma á Ísafjörð ?

Já að sjálfsögðu. það er alltaf gaman að koma hingað og sérstaklega þegar maður hittir marga úr körfuboltastarfinu.

 

Hvað finnst þér um æfingabúðir KFÍ í ár ?

Þetta eru flottar búðir og mikill metnaður lagður í að gera þær sem bestar. Það er nóg um að vera fyrir krakkana frá morgni til kvölds bæði í æfingum og kennslu, og er gaman að sjá hvernig kennslu og þjálfaranámskeiðin fara vel saman við skipulagið. Krakkarrnir fá svo ð heyr frá Jóni Arnóri, Jakob og Hlyn að heyra hvernig það er að vera atvinnumaður í körfubolta og hvað þarf til að til þess að ná þessum áfanga. Það var einnig mjög áhugavert að fylgjast með Mörthu Ernstdóttur með Jógatímann, en krakkarnir voru einbeitt og sýndu henni mikinn áhuga, það er nefnilega gríðarlega vanmetið hvað andlegu fræðin eru mikilvæur partur af lífi íþróttamanns. Ef einbeiting, hvíld og næring er ekki með í pakkanum þá nær íþróttafólk ekki tilskildum árangri. þetta er margsannað í íþróttum.

 

Það er mikil vinna við skipulagningu svona verkefnis og eiga stjórnarmenn og sjálfboðaliðar miklar þakkir skildar fyrir ómetanlegt framlag og vona ég svo sannarlega að bæjaryfirvöld kunni að meta það sem hér fer fram hjá KFÍ.

 

Er nauðsynlegt að vera með svona æfingabúðir utan keppnistímabils ?

Já það er það er það svo sannarlega og er þessum æfingabúðum alltaf að fjölga sem er mjög jákvætt fyrir hreyfingun í heild sinni og gefur krökkum gott tækifæri á að verða betri. Sumarið er tíminn !

 

Nú eru hér krakkar frá 19 félögum í æfingabúðunum, ertu með skilaboð til þeirra ?

Verða áfram dugleg að æfa utan keppnistímabils, hlusta á þjálfarana sína og leiðbeinendur og hafa trú á sjálfum sér.

 

A-landslið karla er að taka þátt í stærsta verkefni hingað til, er komin tilhlökkun í drengina ?

Já það er mikið um að vera í starfinu okkar á vorin og sumrin og núna eru yngri landslið okkar nýkominn úr keppni á NM og A-landslið kvenna sem náði besta árangri kvenna frá upphafi einnig nýkomnar. Og núna eru U-15 ára landsliðin að fara til Danmerkur, U-16 ára stúlkna á EM til Gíbraltar og U-18 ára til Bosníu á EM. Svo byrjar EM A-landslið karla í ágúst-september þar sem strákarnir spila tíu leiki á innan við mánuði gegn stórþjóðum eins og Serbíu og eigum við fyrsta heimaleikinn gegn þeim 14.ágúst í Laugardalshöll. Lið Serbíu er ansi sterkt og í raun hefur svona öflugt lið ekki komið hingað til okkar áður. Lið Serbíu er og hefur verið með eitt allra sterkasta lið í heiminum s.l. 20 ár og verður gríðarlega gaman að fá þá hingað og reyndar öll hin liðin og er þetta veisla sem engin getur látið fram hjá sér fara. Evrópski boltinn er sífellt að nálgast NBA standartinn og margir af bestu leikmönnum NBA hafa komið frá Evrópu og verður mjög spennandi að fylgjast með keppninni í haust. Það er von okkar að allir komi og sjái þessa leiki í haust og styðji við bakið á okkar bestu leikmönnum. Þetta er og verður erfitt verkefni, en það er engin minnimáttarkennd í okkar strákum.

 

Ertu með einhverja visku að lokum til körfuboltafólks ?

Höldum áfram að hlúa að þessari stórkostlegu íþrótt. Körfuboltinn er orðinn ein vinsælasta íþrótt landsins og ef við erum áfram dugleg að styrkja körfuna þá eru enn bjartari tímar framundan, nægur er efniviðurinn á Íslandi.

 

 

 

 

 


Deila