Fréttir

Hátt í 40 krakkar æfðu undir stjórn landsliðsmanna

Körfubolti | 21.07.2016
Það var myndarlegur hópur sem mætti á æfingarnar tvær sem landsliðsmennirnir Hörður Axel Vilhjálmsson og Haukur Helgi Pálsson buðu Ísfirðingum upp á í gær.
Það var myndarlegur hópur sem mætti á æfingarnar tvær sem landsliðsmennirnir Hörður Axel Vilhjálmsson og Haukur Helgi Pálsson buðu Ísfirðingum upp á í gær.

Það er óhætt að segja að heimsókn landsliðsmannanna Harðar Axels Vilhjálmssonar og Hauks Helga Pálssonar í gær hafi tekist vel. Hátt í 40 krakkar úr Körfuknattleiksdeild Vestra mættu til leiks og höfðu félagarnir á orði að heimsóknin til Ísafjarðar væri með þeim bestu sem þeir hefðu farið í í tengslum við Körfuboltasumarið 2016.

Vestri þakkar þessum flottum fyrirmyndum og skemmtilegu landsliðsmönnum kærlega fyrir komuna og er óskandi að framhald verði á þessu góð framtaki KKÍ næsta sumar.

Deila