Fréttir

Haukar koma í stutta heimsókn á Jakann

Körfubolti | 19.11.2011
Ari er tilbúinn
Ari er tilbúinn

Sunnudagskvöldið 20. nóvember koma Haukar frá Hafnarfirði á Jakann og etja kappi við "Ísdrengina" úr KFÍ í Lengjubikarnum. Hefst leikurinn kl. 19.15. Haukar hafa skipt um þjálfara en Pétur Ingvarsson sagði sig frá þjálfun á dögunum og hinn gríðarlega væni drengur úr Grindavík Pétur R. Guðmundsson er tekinn við og verður gaman að fá strákana úr firði hafna í heimsókn.

 

Að sjálfsögðu er leikruinn í beinni útsendingu hjá KFÍ-TV og fyrir þá sem eigi hafa ráð að koma bendum við á þennan stórkostlega möguleika sem er fyrir hendi.

 

Við skorum á sem flesta að mæta og taka þátt í að hvetja drengina okkar til sigurs.

Deila