Fréttir

Haukur og Eva á landsliðsæfingar

Körfubolti | 17.12.2012
Eva Margrét Kristjánsdóttir. Mynd bb.is / Halldór Sveinbjörnsson
Eva Margrét Kristjánsdóttir. Mynd bb.is / Halldór Sveinbjörnsson
1 af 2

Þau Eva Margrét Kristjánsdóttir og Haukur Hreinsson úr KFÍ hafa verið valin til æfinga með U-16 ára landsliði stúlkna og drengja í körfuknattleik. Í hvorum hóp fyrir sig eru 25 leikmenn. Eva Margrét er kunn landsliðinu en hún lék á síðasta ári fimm landsleiki með U-15 ára landsliði Íslands. Hún var einnig valin íþróttamaður KFÍ á síðasta ári, og er einn alöflugasti leikmaður meistaraflokks kvenna. 

Haukur Hreinsson hefur æft með meistaraflokki KFÍ í vetur, en hann er líkt og Eva fæddur árið 1997. Haukur æfði með U-15 ára landsliði Íslands á síðasta ári.

Deila