Fréttir

Haustbragur á Jakanum í nóvember

Körfubolti | 30.11.2012
Damier var frábær í gærkvöld og vex með hverjum leik.

Mynd Halldór Svenna
Damier var frábær í gærkvöld og vex með hverjum leik. Mynd Halldór Svenna

Það er óhætt að skrifa hér að haustbragur hafi verið á leik okkar manna gegn ÍR sem komu vel stemmdir til leiks á Jakann í gærkvöld. KFÍ drengir voru ekki alveg að átta sig á í byrjun og  enn og aftur að elta andstæðina sína og má segja að það sé normið hjá okkur. KFÍ virðist vera að búa til trend sem gengur út að fá mörg stig á sig og koma svo til baka með látum. En það kostar úthald og mikla vinnu. Það er þá betra að koma vakandi til leiks frá byrjun og vera með jafnan leik.

 

Og það er best að byrja á því að skrifa hér að dómgæslan var ekki góð, hreinlega alls ekki og sáust dómar á gær sem eiga líka heima á haustinn á hraðmótum. Það er alveg eins og gott að koma þessu frá strax og vera hreinskilinn. Það er þriggja dómara kerfi í gangi og þá ætlast allir til að dómgæslan fari batnandi, því betur sjá augu en auga ? Og þá er það frá.

 

ÍR er með flott lið og góðan bekk. Þeir byrjuðu mun betur á leiknum með Eric Palm sjóðandi heitan og restin fylgdi. Góð barátta einkenndi þeirra leik og náðu þeir strax forustu 6-14, en þá kom fínn kafli hjá KFÍ og staðan að loknum fyrsta leikhuta 15-19.

 

Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrri og staðan allt í einu orðin 17-26 en þá kom góður kafli hjá KFÍ á ný og staðan allt í einu 25-26 og kominn leikur á ný. Jafnt var á flestum tölum þangað til um þrjár mínútur voru eftir af hálfleiknum en þá kom fínn kafli hjá ÍR sem fór til leikhlés með sjö stiga forustu, staðan 33-40.

 

Seinni hálfleikur var spegilmynd fyrri leikhlutanna, en ÍR komu tilbúnir og KFÍ að elta og voru gestirnir með þetta gott forskot sem náði mest 15 stigum og staðan 40-55. Þá kom fínn kafli aftur hjá KFí og náðu þeir jafnt og þétt að komast inn í leikinn á ný og náðu þessu í sex stig 54-60 þegar síðasti leikhlutinn var eftir.

 

ÍR byrjar aftur betur og náðu leiknum í tíu stig 67-57, en þá komu KFÍ strákarnir með flotta baráttu og náðu að minnka muninn í þrjú stig og allt í einu var þetta orðið mögulegt í stöðunni 70-73, en því miður voru KFÍ komnir í villuvandræði og missa bæði Tyrone og Jón Hrafn út af og þar með fór meðalhæðin niður fyrir lágmark gegn stóru liði ÍR og gestirnir silgdu þessum leik í höfn og lauk leiknum 86-90.

 

Hjá okkur var Damier mjög góður og hefðum við viljað sjá hann strax í haust. Hann er enn að koma sér inn í leik okkar en þetta er maðurinn sem okkur vantaði frá upphafi tímabils. Hann endaði leikinn með 37 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Næstur honum kom Tyrone með 18 stig og flotta nýtingu, en hann fékk því miður ekki að spila allan leikinn þar sem stórir dómar héldu honum á bekknum. Kristján Pétur barðist eins og sæljón allan leikinn og endaði með 14 stig og 11 fráköst. Mirko var flottur með 15 stig og 8 fráköst. Jón Hrafn var fínn í vörninni meðan hann fékk að spila en var í villuvandræðum. Hlynur kom með fína baráttu af bekknum en var óheppinn með skotin sín.

 

Það sem er að tefja okkur frá því að ná að halda jöfnum leikjum er vörn, eða öllu heldur ekki vörn. Við erum of staðnaðir í okkar varnarleik og hjálparvörnin er stundum alls engin og þá er voðinn vís. Andstæðingar okkar fá auðveldar körfur og ódýrar. Eins er með sóknina að menn hreyfa sig stundum lítið án bolta og gleyma þeirri gullnu reglu að láta boltann vinna verkin.

 

En við tökum samt inn í þetta að mikil breyting hefur verið á liði okkar og slæm meisli hafa verið að hrjá okkur. KFÍ verður seinni hluta lið og verður gaman að sjá liðið eftir áramót þegar Momcilo er kominn til baka. Það má ekki gleyma því að hann er okkar stigahæsti leikmaður til þessa.

 

En þangað til verður KFÍ að muna að hætta ekki og fylla í skarðið með baráttu og eljusemi. Sigurleikir koma ekki í pósti og alls ekki án fyrirhafnar. Það kostar ekkert nema smá aukaúthald að berjast og henda sér á alla lausa bolta. Það sást í gær, en ekki næganlega oft.

 

Áfram KFÍ

 

 

Deila