Fréttir

Heimaleikur gegn Breiðabliki

Körfubolti | 16.03.2018

Sunnudaginn 18. mars kemur Breiðablik í heimsókn og mætir Vestra í öðrum leik liðanna í viðureignar þeirra í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta. Blikar unnu fyrsta leikinn síðastliðinn fimmtudag en liðin þurfa að vinna þrjá leiki til að komast áfram í úrslitin.

Strákarnir í Vestra eru ákveðnir í að jafna viðureignina á sunnudag en þurfa á stuðningi áhorfenda að halda. Við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á þeim og sýna og sanna að Jakinn er erfiðasti útivöllurinn í deildinni. 

Leikurinn hefst kl. 19:15. Það verður kveikt upp í grillinu um 18:30 en hinir rómuðu Vestra-borgarar verða að sjálfsögðu á boðstólnum fyrir litlar 1.000 kr með gosi. 

Leikurinn verður sýndur í beinni á Jakinn-TV.

Áfram Vestri!

Deila