Fréttir

Helena Sverrisdóttir í æfingabúðir KFÍ í júní

Körfubolti | 25.04.2014
Mynd fengin af láni frá HS
Mynd fengin af láni frá HS

Það er að koma lokamynd á þjálfarateymið okkar í æfingabúðum KFÍ sem verða 3-8.júní n.k. og fyrir eru komnir þeir  Finnur Stefásson, Borce Ilievski, Arnar Guðjónsson og Eric Olsen. Núna var að bætast við Helena Sverrisdóttir sem spilar með DKSK-MISI í Ungverjalandi. Það þarf  varla að kynna Helenu en hún er akkeri okkar í íslenska landsliðinu og hefur verið atvinnumaður í Slóvakíu og núna í Ungverjalandi. Hún útskrifaðist frá TCU í USA og stóð sig frábærlaga þar. Helena hefur staðið fyrir nokkrum æfingabúðum fyrir stelpur hér á landi og kemur með mikla reynslu með sér. Það er okkur mikil ánægja að fá Helenu hingað og bjóðum við hana hjartanlega velkomna.

 

Við erum að klára að ganga frá þjálfaralistanum og verður komin lokamynd á það á allra næstu dögum.

Deila