Fréttir

Hermann Níelsson lagður til hinstu hvílu í dag

Körfubolti | 14.02.2015
1 af 2

Í dag var útför Hermanns Níelssonar sem var einn af stofnendum KFÍ.  Hann átti sæti í fyrstu stjórn félagsins og spilaði fyrir félagið.  Það má því með sanni segja að Hermann hafi  verið einn af þeim sem lögðu grunninn að starfi KFÍ. Sambærilega sögu er að segja af honum úr öðrum íþróttagreinum.  Hann var ötull í því að byggja upp íþróttir almennt í Ísafjarðaræjar.  Framlag hans og hugsjón hefur verið og mun vera ómetanleg.

 

Liðsmenn KFÍ , stjórn og aðrir velunnarar félagsins munu minnast hans með þakklæti í huga fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið.

 

KFÍ sendir fjölskyldu og aðstendum samúðarkveðjur.           

Deila