Fréttir

Hræðileg byrjun varð okkur að falli

Körfubolti | 11.12.2010
Það var hart sótt að Craig í gær
Það var hart sótt að Craig í gær
Það má með sanni segja að það hafi verið ,,fult af ljósum, en engin heima" hjá okkar strákum í meistaraflokk þegar flautað var til leiks gegn Njarðvík í gærkvöld. Það var bara hreinlega enginn heima. Og það þarf ekki að bjóða menn velkomna í Njarðvík nema einu sinni og þá er sett í ,,overdrive" það gerði Jói Ólafs og setti á okkur heil 18 stig, án teljandi vandræðna. Og staðan að fyrsta leikhluta loknum 36-13 ! Takk fyrir komuna..

En þá vöknuðu okkar menn til lífsins og snéru öðrum leikhluta algjörlega og unnu hann með frábærri baráttu 14-31 ! Og staðan þegar hlaupið var til búningsherbergja var 50-44 og við komnir inn í leikinn aftur með elju og dugnaði. Við komum stemndir til leiks í þeim þriðja og náðum að minnka muninn jafnt og þétt og þegar rúmar 5 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 75-74 og allt opið í leiknum, en því miður sprungum við á limminu og má segja að krafturinn við að koma sér til baka eftir að Njarðvík náði forskotinu í byrjun hafi riðlað leiknum töluvert. Lokatölur 101-79

það voru flestir fyrir neðan sinn rétta stuðul í gær og vita hvað þeir þurfa að bæta, en Carl, Beco, Daði, Craig og Edin voru skástir. Og gott að sjá að Edin er hægt en rólega að koma til baka eftir erfið meiðsl

Það verður að geta þess að margir dómar voru hreint furðulegir í gærkvöld og þeir hafa örugglega átt betri dag, þó að það hafi ekki gert útslagið þá hjálpaði það okkur ekki mikið

Það er þó til staðar hungur í strákunum og vilji til að snúa taflinu við sem og við munum gera. Það er leikur gegn Haukum hér heima á fimmtudagskvöldið og hann ætlum við að sigra.

Tölfræðin út leiknum er hér.

  Deila