Fréttir

Hraunar Karl Guðmundsson í KFÍ

Körfubolti | 25.07.2013
Hraunar ásamt Sævari formanni og Birgir Erni þjálfara
Hraunar ásamt Sævari formanni og Birgir Erni þjálfara

Nú fyrir stundu gekk Hraunar Karl Guðmundsson til liðs við okkur í KFÍ. Hraunar lék undir stjórn Borce okkar í Breiðablik í haust og erum við kampakát yfir að fá þennan eðaldreng í okkar raðir. Hann var með 13 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar síðasta vetur með Blikum og er feykilega duglegur drengur.

 

Við erum að safna liði og væntum frekari frétta á næstu dögum. En eins og við sögðum dropinn holar steininn.

 

Við bjóðum Hraunar innilega velkominn í KFÍ.

Deila