Fréttir

Húsasmiðjumótið fyrir yngstu iðkendur körfunnar

Körfubolti | 06.05.2018
Allir í 1.-6. bekk eru velkomnir á Húsasmiðjumót Kkd. Vestra.
Allir í 1.-6. bekk eru velkomnir á Húsasmiðjumót Kkd. Vestra.

Húsasmiðjumótið í körfubolta fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi síðdegis á morgun en mótið er innanfélagsmót haldið í samstarfi Kkd. Vestra og Húsasmiðjunnar. Mótið er ætlað krökkum í 1.-6. bekk og eru allir velkomnir, hvort sem þeir æfa körfu eða ekki.

Yngstu krakkarnir sem eru í 1.-2. bekk byrja keppni kl. 17 og spila til 18  en þá taka krakkarnir í 3.-6. bekk við og spila til kl. 19. Ekkert þátttökugjald er á mótinu en allir keppendur fá ís að móti loknu.

 

Deila