Fréttir

Hvammstangaferð 9. flokks drengja

Körfubolti | 26.11.2013
9. flokkur ásamt strákum úr 7. flokki
9. flokkur ásamt strákum úr 7. flokki

9. flokkur drengja tók þátt í fjölliðamóti um helgina.  Mótið fór fram á Hvammstanga og vannst einn leikur af fjórum.

 

9. flokkur spilaði fjóra leiki, tvo gegn Fjölni og tvo gegn Kormáki.  Tvöföld um ferð var leikin þar sem þetta var eingöngu þriggja liða fjölliðamót.   KFÍ drengir spiluðu ágætlega framan af móti en svo dró af þeim er á leið.  Vorum með 7 leikmenn og veikindi og almenn þreyta fór að hrjá okkur og þá sérstaklega síðari daginn.

 

Leikur #1 

KFÍ-Kormákur  43-40

Við vorum lengi í gang og vorum undir megnið af fyrri hálfleik.  Strákar sýndu svo sitt rétta andlit í þriðja fjórðung og unnu hann 16-7 og náðu mest 11 stiga forystu í byrjun 4. leikhluta 43-32.  Kormáksdrengir skora síðan síðustu 8 stig leksins og endaði hann eins og áður sagði 43-40.

Stigin:

Haukur Rafn Jakobsson 13

Pétur Tryggvi Pétursson 10

Rúnar Guðmundsson 9

Tryggvi Fjölnisson 4

Bergsteinn Bjarkason 4

Benedikt Hrafn Guðnason 3

Hrannar Egilsson 0

 

Leikur # 2

KFÍ - Fjölnir  31-55

Við lendum strax undir 4-15 eftir fyrsta fjórðung og staðan í hálfleik 10-31.  Við stóðum okkur betur í síðari hálfleik og héldum í við Fjölnisstrákana.

Stigin:

Haukur  12

Pétur 8

Hrannar 5

Tryggvi 2

Benedikt 2

Bergsteinn 2

 

Leikur #3

KFÍ - Kormákur  33-37

Leikur nokkuð sveiflukenndur.  Kormáksmenn mættu tilbúnari í leikinn og ná strax forystu 12-4 eftir fyrsta fjórðung.  Við minnkum muninn í 13-16 í hálfleik.  Við lendum síðan níu stigum undir eftir þriðja fjórðung 21-30.  Með mikilli seiglu náum við að minnka muninn í tvö stig en það vantaði aðeins að við næðum að stela þessum sigri.  Áttum þó lítið skilið því vörnin var alls ekki nógu góð, vantaði meiri vilja og baráttu.  Vissulega var þreyta kominn í hópinn en þreyta er ódýr afsökun í keppni.

Stigin:

Haukur 17

Pétur 12

Benedikt 2

Hrannar 2

 

Leikur #4

KFÍ - Fjölnir  67-26

Eins og lokatölur bera með sér var frammistaðan í þessum leik ekki góð.  Piltar þreyttir eftir Kormáksleikinn en við mætum Fjölni í beinu framhaldi.  Ágætis frammistaða framan af leik en svo kom uppgjöf í hópinn og allir glaðir þegar leik lauk.

Stigin:

Pétur 16

Haukur 4

Rúnar 2

Hrannar 2

Bergsteinn 2

 

Niðurstaða mótsins var þriðja sæti þar sem Kormákur var með betri innbyrðis árangur sem nam einu stigi.  Ágætis frammistaða sást á köflum en því miður voru slæmu kaflarnir full langir og slæmir.  Mikilvægt að leggja sig alltaf fram í vörninni, misskilningur hjá sumum leikmönnum að það sé leyfilegt að hvíla sig varnarmegin.  Eins þurfum við að æfa sendingar og hreyfingar án bolta. 

 

Nú er að æfa vel fram að næsta móti.  Árangur kemur ekki nema með vinnu.

Deila