Fréttir

Í mat hjá formanninum

Körfubolti | 05.10.2009 Leikmenn meistaraflokks mættu í árlegt matarboð hjá formanni KFÍ á laugardagskvöld. þó að lokaundirbúningur fyrir komandi tímabil sé á fullu þá gefa menn sér nú tíma til að borða hollan mat líka. Þessir drengir eru vonandi allir að stækka ennþá og því þurfa þeir að borða vel.

Það var því lítið mál hjá þeim að torga eins og einum meðal hænsnakofa og viðeigandi meðlæti. Strákarnir hafa verið duglegir undanfarnar vikur og menn eru orðnir ansi spenntir fyrir tímabilinu sem hefst um næstu helgi, og setja markið hátt eftir gott undirbúningstímabil.

Deila