Fréttir

Íþróttamaður ársins 2010 hjá KFÍ/ Athlete of the year for KFÍ 2010

Körfubolti | 23.01.2011

Leiktímabilið 2009 til 2010 var eitt það stærsta og farsælasta í sögu Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. Nokkrum leikjum fyrir lok tímabils var ljóst að KFÍ-liðar yrðu DEILDARMEISTARAR  í 1. deild karla og það með nokkrum yfirburðum. Þetta afrek liðsins lyfti KFÍ á stall meðal þeirra bestu í körfuknattleik á Íslandi, enda koma nú aftur til keppni á Ísafirði öll stærstu og sterkustu körfuknattleikslið landsins.

 

Að öllum öðrum ólöstuðum, sem komu að liðinu á umræddu tímabili, þá er það ótvírætt einn maður sem bar liðið á herðum sér að þessum frábæra árangri. Það er leikstjórnandi KFÍ, Craig Schoen.

Craig hefur nú verið hjá KFÍ í þrjú ár og má segja að hjarta liðsins slái í þessum annars lágvaxna leikmanni sem á vellinum er sannkallaður herforingi.  Hann lætur hlutina gerast og stýrir öllum takti liðsins. Craig er heilsteyptur og heiðarlegur, hvort heldur er inni á leikvelli eða utan hans. Hann er helsta fyrirmyndin í KFÍ, sem allir iðkendur líta upp til enda nær hróður hans langt út fyrir raðir KFÍ. Craig hefur einnig komið að þjálfun yngri flokka þann tíma sem hann hefur verið liðsmaður KFÍ og sinnt því við góðan orðstír.

 

The season 2009-10 was one of the best we have had in the basketball history fror KFÍ. We won the 1. division and went up to the Iceland Express div. When KFÍ had a few games left in the season it was clear that we had won us the title and were going up to IE. We were back with the best teams in Iceland after 6 years in the 1. division.

 

One of the main reason for this progress was our point guard Craig Schoen. He took the team all the way to the top. Craig has been with us for three years now, and is the leader on and of the floor. He makes things happen. He might not be the tallest, but his heart is the biggest of all in the team of KFÍ. He is an outstanding person on and of the floor, and is an inspiration for the young kids that see that size does not matter if you want to be great. Craig has coached as well as played and the kids love him.

 

It is with great pleasure  and pride that the board of KFÍ award Craig Schoen athlete of the year in KFÍ and we hope to have him here for years to come.

Formaður/president KFÍ
Sævar Óskarsson 

Deila