Fréttir

Jólabolti á aðfangadag eins og venja er

Körfubolti | 19.12.2011

Þá er komið að skemmtilegustu skemmtun barnanna sem er Jólabolti KFÍ. Við verðum mjög hress og óvæntur gestur mun gleðja "púkana okkar. Þessi skemmtilega æfing verður óhefðbundin og ekki um neinar hefðbundnar æfingar í ræða. Það verður frekar hitt að gert verður eitthvað öðruvísi og verða Craig, Chris, Edin og fleiri úr meistaraflokkum KFÍ á svæðinu til að gleðja enn meira.

 

Við viljum fá alla krakka á Jakann og hefst þetta allt saman á aðfangadag jóla 24. desember kl 11.00 og verður til 12.00. Þetta er skyldumæting fyrir foreldrana einnig (sem komast) því svona atburður fær innra barnið til að gægjast út og ekki veitir stóra mannfólkinu af því, við viljum jú ekki að kötturinn nái okkur...

 

Svo tekur stóra fólkið við frá 12-14 og er það fyrir konur og karla frá 16-100 ára !!

 

Þannig að upp með sokka og inn með jólaskapið. Allir að mæta og enginn í jólaköttinn

Deila