Fréttir

Jólakarfa Vestra

Körfubolti | 22.12.2019

Hin árlega jólakarfa Vestra verður á sínum stað að venju á aðfangadag. Löng hefð er fyrir því að körfuboltakappar mæti á aðfangadagsmorgun á Torfnes og hiti þannig upp fyrir jólahátíðina. Að þessu sinni er jólakarfan fyrir iðkendur frá 10. bekk og upp úr. Fjörið hefst klukkan 10:30 og stendur til kl. 11:45.

Góða skemmtun og gleðileg jól!

Deila