Fréttir

Joshua Brown til KFÍ

Körfubolti | 29.12.2013
Josh Brown. Mynd: Karfan.is
Josh Brown. Mynd: Karfan.is

Joshua Keith Brown er leikstjórnandi upp á 183 sentimetra sem kemur til okkar frá efstu deildinni í Kosovo þar sem hann var með 19 stig í leik 4 fráköst og 4 stoðsendingar, en þar á undan var kappinn með KR hér heima og spilaði vikrilega vel með því fína félagi. Eftirfarandi fengum við frá KR síðunni og var sett inn þegar hann kom þangað í janúar í fyrra;

 

,,Ferill hans er ansi áhugaverður að því leyti að um langt skeið leit alls ekki út fyrir að hann myndi enda í atvinnumennsku. Eftir tvö ár í Mount Olive háskólanum í annarri deildinni í Bandaríkjunum þar sem Josh skilaði ágætis verki tók hann upp á sitt einsdæmi þá ákvörðun að ganga í Towson State háskóla í heimafylki sínu upp á von og óvon í þeim tilgangi að koma sér í körfuboltalið skólans, nokkuð sem er algerlega fáheyrt í fyrstu deildar háskóla í eins sterkri deild og CAA deildin er.  Í stuttu máli gekk það eftir í kjölfar þrotlausrar vinnu og mikillar frekju hjá okkar manni og á endanum var Josh orðinn byrjunarliðsmaður á sínu síðasta ári.  Eftir mikið erfiði í sumar, þar sem okkar maður ferðaðist milli sumardeilda til að sanna sig móti hverjum atvinnumanninum á fætur öðrum, kom kallið frá Dinamo Bucharest og síðan hefur boltinn farið almennilega að rúlla.  Josh kemur til okkar eftir að hafa skilað 21.5 stigum, 5.6 fráköstum og 4.9 stoðsendingum að meðaltali í leik í sterkri deild í Rúmeníu".

 

Við bjóðum Josh velkominn í KFÍ og okkur hlakkar til að sjá kappann á Jakanum

 

Hér eru klippur frá Josh frá Towson State

 

 

 

Deila