Fréttir

KFÍ-Hamar á föstudagskvöld

Körfubolti | 15.02.2011
Craig vill alla á Jakann
Craig vill alla á Jakann
Það er sannkallaður stórslagur á föstudagskvöldið n.k. 18 febrúar og hefst leikurinn kl. 19.15. Þar koma Hamarsmenn í heimsókn og er þetta sannkallaður STÓR leikur. Bæði lið verða að vinna. Við til að halda okkur á floti í deildinni og Hamar til að koma sér úr botnbaráttu og í slag um sæti í úrslitakeppninni. Hver stig eru mikilvæg í dag og búast má við sannkölluðum hörkuleik. Við skorum á alla að mæta á Jakann og láta heyra ærlega í sér. Við þurfum á öllum að halda til að eiga möguleika þannig að láttu að þér kveða og mættu með raddböndin þanin. Deila