Fréttir

KFÍ-ÍR á mánudagskvöld í Iceland Express deildinni

Körfubolti | 14.10.2010
Komdu á Jakann
Komdu á Jakann
Þá heldur spennan áfram. Nú er það vel skipað lið ÍR sem mætir á Jakann og er leikurinn á mánudagskvöldið 18. október. Það er spenna í IE deildinni og er mál manna að deildin hafi aldrei verið jafnari og að allir geti unnið alla. Við getum tekið undir það, enda hafa úrslit verið þannig að vart má á milli sjá hvaða lið stingi af.

Eitt er víst að bæði þessi lið ætla sér stigin tvö sem í pottinum er, en annað liðið verður að "lúta í ís" hér fyrir vestan. Við ætlum okkur ekkert annað en sigur.

Og hvetjum við alla að koma n.k mánudagskvöld og halda áfram á þeirri braut sem stórkostlegir áhorfendur sýndu í síðasta leik. Saman erum við best.

Áfram KFÍ Deila