Fréttir

KFÍ-KR á mánudagskvöld

Körfubolti | 14.11.2010
Come fly with me.
Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Come fly with me. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Við minnum á leikinn annað kvöld, mánudagskvöldið 15. nóvember kl.19.15. Við hvetjum alla að koma og hvetja strákana áfram til sigurs. Okkar yndislegi Hrafn "Microwave" Kristjánsson er þjálfari drengjanna úr vesturbænum. Þeir hafa frábært lið og sýndu mátt sinn gegn Njarðvík á dögunum og unnu þá með 20 stigum. En okkar strákar eru til í slaginn og ætla að sýna að þeir eru klárir.

Á undan meistaraflokksleiknum spila drengjaflokkar KFÍ og KR og er sá leikur kl. 17.00 og er tilvalið að gera körfuboltadag úr mánudegi og sjá þenna tvíhöfða.

Láttu sjá þig á Jakanum Deila