Fréttir

KFÍ-Snæfell í kvöld en drengjaflokksleik frestað

Körfubolti | 28.01.2011 Snæfellingar koma akandi og því verður leikur skv. auglýstri dagskrá kl. 19.15.  Allir að mæta og hvetja piltana okkar til sigurs.

Hins vegur hefur leik drengjaflokks gegn Njarðvík verið frestað til sunnudags.  Mun leikur fara fram kl. 14.30. 

Drengjaflokkur leikur einnig á morgun laugardag kl. 15.00 gegn Akranesi og mun sá leikur fara fram óháð flugsamgöngum þar sem Skagamenn koma akandi.

Þess bera að geta að leikurinn við Snæfell í kvöld verður ekki í beinni útsendingu að þessu sinni þar sem útsendingarhópur KFÍ TV er á leið suður þar sem þeir munu taka upp efni á Póstmóti Breiðabliks og afmælishátíð KKÍ. Hægt verður þó að fylgjast með beinni textalýsingu af honum á vef KKÍ. Deila