Fréttir

KFÍ-Stjarnan á fimmtudag 13.desember

Körfubolti | 12.12.2012
let´s go get this one
let´s go get this one

Þá er komið að síðasta heimaleik mfl.karla KFÍ og ekki eru gestir okkar af lakari endanum, en það er hið gríðarsteka lið Stjörnunnar úr Garðabæ sem sækir okkur heim. Þar er hvert sæti skipað gríðarlega reyndum köppum og er hér smá upptalningu.

 

Justin Shouse fer fyrir þeim drengjum með 24 stig í leik og 10 stoðsendingar sem geirr hann að besta leikstjórnanda Domonos deildarinnar að okkar mati sem af er leiktíðar.

 

Brian Mills er eiturklár framherji með 19 stig og 11 fráköstt í leik og erfiður við að eiga við körfuna.

 

Marvin Valdimarsson er ekki langt á eftir með 18 stig og hefur átt frábært tímabil í vetur.

 

Dagur Kár Jónsson er ungur og efnilegur leikmaður sem hefur skorað 10 stig í leik og 3 stoðsendingar.

 

Jovan Zdravevski er reyndasti kappinn þeirra sem má ekki fá millimeter og er með 9 stig og 3 fráköst, en hann hefur unnið leiki upp á sitt einsdæmi oft og mörgum sinnum.

 

Fannar Helgason Skagamaðuinn sterki er með 8 stig og 9 fráköst í leik.

 

Guðjón Lárusson er sterkur og reyndur leikmaður sem oft gleymist, en það má alls ekki.

 

Þjálfari þeirra er enginn annar en hinn ofursnjalli Teitur Örlygsson sem er óþarfi að kynna, en hann er algjört "legend" á Íslandi sem leikmaður og nú er hann að bæta um betur með frábærri þjálfun.

 

Það er mikil tilhlökkun hjá strákunum hjá KFÍ sem hafa verið að spila undir getu upp á síðkastið. Nú á að koma á Jakann vel gyrtir og brjálaðir.

 

Ekki láta þig vanta. Muurikka pannann og Steini með "Ísborgarana" og Guðni Ó. Guðna á kantinum með pylsur og byrja þeir kumpánar kl.18.15 tímalega. Þetta verður eitthvað en þeir Steini og Guðni ætla að setja nýtt met í fljótri afgreiðslu á mat sínum. Fyrra metið var sett í Moldóvíu 2005 af Shepprek Krirujaljakiski sem var 11.9 sekúndur frá pönnu á diskinn !

 

Ýmislegt óvænt verður á Jakanum einnig í formi happaforms og er því ekki sniðugt að vera heima í sófa í þetta sinn.

 

Áfram KFÍ

 

 

 

Deila