Fréttir

KFÍ-TV og BB Sjónvarp í samstarf

Körfubolti | 05.10.2012
Meira og betra er gott mottó
Meira og betra er gott mottó

Samningar hafa náðst milli BB og KFÍ-TV um samstarf í útsendingum frá KFÍ-TV í vetur. Heimaleikir KFÍ verða því sýndir í beinni útsendingu á KFÍ-TV og BB sjónvarpi . Sýnt verður frá öllum heimaleikjum meistaraflokks karla og einnig frá völdum leikjum kvennaliðsins, sem leikur í 1. deild.

 

Þetta er gott fyrir báðar stöðvar en við fáum þarna galdramanninn Fjölnir Baldursson með í lið sem hefur verið með okkur s.l. vetur, en hann mun ásamt okkur vera með viðtöl fyrir og eftir leiki, þætti og margt annað sem mun koma verulega á óvart.  Það er mikil tilhlökkun að hefja leik bæði á gólfi og á svölum.

 

Sérstök heimsíða KFÍ-TV er í smíðum og er væntanleg í loftið innan tíðar, en þar munu verða ýmsar nýjungar.

 

Fjörið hefst á sunnudag þegar meistaraflokkur karla tekur á móti geysisterku liði Skallagríms úr Borgarnesi, en bæði lið léku í 1. deild á síðustu leiktíð.

 

Leikurinn hefst kl. 19.15 og útsending hefst 19.05 og verður eins og áður sagði, í beinni útsendingu á vef  KFÍ-TV og BB Sjónvarps

Deila