Fréttir

KFÍ-Þór Þorlákshöfn á föstudagskvöldið 25.október á Jakanum

Körfubolti | 24.10.2013

Nú er komið að því að fá Benna og hans drengi vestur á Jakann. Það er ólíku við að jafna hjá KFÍ og Þór. Benni og hans lærisveinar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og tóku Stjörnuna heldur betur illa í síðasta leik þar sem þeir sýndu allar sínar bestu hliðar. Við höfum hins vegar mátt sætta okkur við töp í fyrstu leikjum okkar. Það eru þó greinileg merki um að við séum á réttri leið og ætla strákarnir sér þennan leik á morgun. Það er ærið verkefni framundan en með góðum stuðning og stöðugum leik í fjörtíu mínútur okkar drengja þá er allt hægt.

 

Komdu og vertu með í að tryggja sigur á morgun. Komdu á Jakann og láttu í þér heyra!

 

Áfram KFÍ

Deila