Fréttir

KFÍ-Þór Þorlákshöfn á sunnudagskvöld.

Körfubolti | 10.12.2009
Matt er tilbúinn í leikinn
Matt er tilbúinn í leikinn
það verður spennandi leikur á sunnudagskvöld þegar Þór frá Þorlákshöfn kemur í heimsókn. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið enda bæði í hörðum slag um toppsætið. Sem stendur er KFÍ á toppnum, en Þórsarar eru í fjórða sæti.
Innan raða Þórs eru góðir leikmenn, þeirra fremstir eru Grétar Ingi Erlendsson sem er þeirra stigahæstur, Baldur Þór Ragnarsson sem er með 14 stig og 6 stoðsendingar í leik svo eru þeir nýbúnir að fá Ara Gylfason frá Fsu og Magnús Pálsson frá Fjölni og eru þeir klárir í slaginn.
Það verður því gaman á sunnudagskvöld og hefst leikurinn kl. 19.15.

Það er von okkar á kfi.is að fólk fjölmenni á leikinn og styðji strákana okkar í KFÍ. Og þeir sem eru fjarri Jakanum geta séð leikinn í beinni að sjálfsögðu og alltaf á KFÍ-Tv  Deila