Fréttir

KFÍ-krakkar selja kaffi

Körfubolti | 29.10.2014

Í kvöld, miðvikudaginn 29. október, munu iðkendur í yngri flokkum KFÍ að ganga í hús og selja eðalkaffi frá Te og kaffi. Seldar verða tvær tegundir af kaffi og hægt að fá bæði baunir og malað kaffi. Um er að ræða 400 gr poka sem kosta 1.500 krónur. Við biðjum fólk að taka vel á móti krökkunum og styðja við bakið á þeim í þessari fjáröflun fyrir keppnisferðir vetrarins.

Deila