Fréttir

KFÍ býður Hlyn Hreinsson og Hrein Þorkelsson velkomna.

Körfubolti | 03.01.2010

Hinn ungi og efnilegi Hlynur Hreinsson sem hefur spilað fyrir Snæfell í Stykkishólmi er kominn á Jakann og fór á sína fyrsu æfingu í dag. Hlynur sem er bakvörður er einn af strákunum sem var í æfingabúðum KFÍ s.l. sumar og vorum við hrifin af piltinum. Hann er 17 ára og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og er góð viðbót við KFÍ.

Þess má geta hér að faðir Hlyns, Hreinn Þorkelsson er fluttur vestur og er við störf í Menntaskólanum á Ísafirði. Það er því tvöföld gleði hjá félaginu og eru þeir feðgar hér með boðnir hjartanlega velkomnir í KFÍ fjölskylduna :)

Deila