Fréttir

KFÍ fer á skagann

Körfubolti | 26.11.2009 Á morgun fara strákarnir í meistaraflokk á Akranes að spila gegn ÍA og er langt frá því auðvelt að fara með sigur þaðan. Skagastrákarnir eru með skemmtilegt lið og eru sýnd veiði en ekki gefinn. Þeirra helstu menn eru Hörður Nikulásson, Dagur Þórisson, Trausti Freyr Jónsson og Sigurður Rúnar Sigurðsson. Það er samt skarð fyrir skildi að Halldór Gunnar Jónsson er í leikbanni, en hann er mjög góður leikmaður og er með 15 stig a.m.t. í leik. En maður kemur í manns stað hjá skagadrengjunum. Það er því nauðsynlegt fyrir KFÍ að koma með hausinn rétt skrúfaðan á til leiks og berjast um hvern einasta bolta. 

Áfram KFÍ. Deila