Fréttir

KFÍ mætir Breiðabliki - ATh! Leikur fer fram, dómarar og Breiðablik koma akandi

Körfubolti | 13.11.2014
Pance Ilievski mætir bróður sínum, Borce Ilievski þjálfara Breiðabliks, í leiknum á morgun.
Pance Ilievski mætir bróður sínum, Borce Ilievski þjálfara Breiðabliks, í leiknum á morgun.

KFÍ tekur á móti Breiðablik í 1. deild karla föstudaginn 14. nóvember kl. 19.15. Blikar hafa farið ágætlega af stað í vetur, sigrað tvo leiki en tapað tveimur. Okkar menn lögðu Þór frá Akureyri á útivelli í síðustu umferð svo þetta verður án efa hörkuleikur.

 

Borce Ilievski þjálfari Breiðabliks er Ísfirðingum að góðu kunnur en hann þjálfaði KFÍ um nokkurra ára skeið og stýrði liðinu til sigurs í 1. deildinni árið 2010. Bróðir hans Pance Ilievski er leikmaður KFÍ og því verður leikurinn á föstudag sannkallaður bræðraslagur.

 

Á leiknum mun Motus/Pacta bjóða upp á skotleik, milli þriðja og fjóra leikhluta, þar sem heppinn skotmaður getur unnið glæsilegan vinning.

 

Að vanda verður svo fírað upp í Muurikka pönnunni klukkan 18:30 og boðið upp á ljúffenga hamborgara.

 

Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á leikinn geta að sjálfsögðu fylgst með leiknum í beinni á KFÍ-TV.

Deila