Fréttir

KFÍ mætir FSu á föstudaginn

Körfubolti | 09.10.2014

Meistaraflokkur karla hefur leik í 1. deildinni á föstudaginn er þeir mæta FSu á Ísjakanum á Torfnesi. Þetta er fyrsti leikur beggja liða í deildinni.

 

FSu er þjálfað af Erik Olson sem hefur verið einn af þjálfurunum í körfuboltabúðum KFÍ undanfarin sumur. Með liðinu spila einnig tveir fyrrum leikmenn KFÍ, þeir Ari Gylfason og Hlynur Hreinsson en bróðir þess síðarnefnda, Haukur, leikur einmitt með KFÍ.

 

Leikurinn hefst kl 19:15 að staðartíma og fyrir þá sem ekki komast þá er hann sýndur í beinni á KFÍ TV.

 

 

Deila