Fréttir

KFÍ mætir Fsu í Powerade bikarnum á föstudaginn

Körfubolti | 05.12.2011
Fjör á Jakanum
Fjör á Jakanum

Þá er komið að því. Fyrsti leikur okkar í 32 liða úrslitum Powerade bikarnum og eru það sprækir drengir Kjartans Kjartanssonar þjálfara frá Fsu Selfossi sem koma hingað og kljást við okkur. Þeir eru sterkir og vorum við í vandræðum gegn þeim á Selffoss fyrr í vetur og var það Craig sem bjargaði okkur frá tapi þar á síðustu mínútunni. Og hafa þeir síðan lagt bæði Borgarnes og Hött sem sitja í öðru og þriðja sæti 1. deildar. Það má því búast við hörkurimmu hér á Jakanum.

 

Þetta er síðasti heimaleikur okkar hér fyrir áramót og hvetjum við alla að koma og taka þátt í að tryggja okkur sigur. Það er búið að sýna sig að leikir hafa snúist við með hjálp stuðningsmanna okkar og viljum við halda því áfram þannig.

 

leikurinn er föstudaginn 9. desember og byrjar kl. 19.15.

 

Áfram KFÍ

Deila