Fréttir

KFÍ og Sjúkraþjálfun Vestfjarða í samstarf

Körfubolti | 09.10.2012
Hér eru Sævar Óskarsson, Guðni Ó. Guðnason, Ólafur Halldórsson, Atli Jakobsson og Tómas Emil kátir.
Hér eru Sævar Óskarsson, Guðni Ó. Guðnason, Ólafur Halldórsson, Atli Jakobsson og Tómas Emil kátir.

Í dag var skrifað undir samning Sjúkraþjálfun Vestjarða og KFí um samstarf. SV mun sjá um umönnun á íþróttafólki okkar og vera okkur stoð og stytta á leikjum ásamt því að setja faglega þekkingu í alla þætti starfs okkar er lítur að þjálfun og eftirfylgni á meiðslum fólks okkar.

 

Það er ómetanlegt að hafa svona fólk með okkur. Mikið álag er á skrokkum og töluverð meiðsli eru fylgifiskur íþrótta. Ekkert er betra en að hafa fólk á bak við starfið sem metur og ráðleggur félagi hvernig á að fyrirbyggja meiðsl, byggja upp og styrkja líkamann.

 

Það er mikil gleði í herbúðum okkar með þennan samning,  en hjá Sjúkraþjálfun Vestfjarða er einvalalið að störfum og hafa tveir Ísfriðingar nýlega flutt heim á ný og hafið hér störf. Það eru þeir Atli Jakobsson og Tómas Emil Guðmundson Hansen. Ólafur Halldórsson er aðalmaður SF og hefur verið okkur innan handa í mörg ár.

 

Sjúkraþjálfun Vestfjarða er ríkulega tækjum búin í alla staði. Stofan hefur að geyma, ásamt hefðbundum tækjum til sjúkraþjálfunar, fullbúinn tækjasal sem gefur frábæra möguleika til þjálfunar. Við skorum á þá sem ekki þekkja til að kynna sér starfsemi þeirra.

Deila